ALGENGAR SPURNINGAR
Já að sjálfsögðu!
Þegar gengið er frá pöntun þá birtast mögulegir afhendingarmátar út frá þinni staðsetningu, eftir að þú fyllir út heimilisfang.
Við afhendum svo vörur með Dropp eða Póstinum um land allt.
Að jafnaði sendum við frá okkur vörur samdægurs á virkum dögum eða næsta virka dag, eftir því hvenær pöntun berst okkur. Við sendum þér póst þegar við höfum tekið saman pöntunina þína fyrir afhendingu til flutningsaðila.
Þjónusta flutningsaðila er svo allt frá því að afhenda vörur samdægurs og upp í 3-4 virka daga. Það veltur á hvaða þjónusta er valin og hvar á landinu vöruafhending á að fara fram. Á álagspunktum í kringum stóra verslunardaga getur þjónusta flutningsaðila dregist örlítið.
Dropp stöðvar höfuðborgarsvæði 790kr
Dropp heimsending höfuðborgarsvæði 1.450kr
Dropp stöðvar landsbyggð 1.090kr
Dropp/Samkip 1.350kr
Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira er engin sendingarkostnaður.
Ef óskað er eftir að skila vöru er þægilegast að senda okkur línu á info@snidugargjafir.is til að hefja ferlið.
Til að skila eða skipta vörum, notar þú Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja vöruskil og svo velur þú okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.
Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á info@snidugargjafir.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.
Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.
Almennt gildir að skilafrestur er 14 dagar og er hægt að skipta í aðra vöru, eða fá endurgreitt. Skilafrestur byrjar að telja þegar vara hefur verið afhent til viðskiptavinar. Nánar má lesa um skilmála vöruskila hér
Sendu okkur línu á info@snidugargjafir.is og við finnum út hvort þú viljir fá nýja vöru, skipta í aðra vöru, eða endurgreiðslu.
Sendu okkur línu á info@snidugargjafir.is og við svörum fljótlega. Eða sendu okkur skilaboð á Messenger