Skilað og skipt
Ef þú þarft að skipta vöru er best að hafa samband á info@snidugargjafir.is eða senda okkur skilaboð á messenger.
Ef óskað er eftir að skila vöru er þægilegast að senda okkur línu á info@snidugargjafir.is til að hefja ferlið.
Til að skila eða skipta vörum, notar þú Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja vöruskil og svo velur þú okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.
Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á info@snidugargjafir.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.
Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.
Almennt gildir að skilafrestur er 14 dagar og er hægt að skipta í aðra vöru, eða fá endurgreitt. Skilafrestur byrjar að telja þegar vara hefur verið afhent til viðskiptavinar. Nánar má lesa um skilmála vöruskila hér
Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til að skila vöru sem keypt er í vefverslun, og fá að fullu endurgreidda, ef henni er skilað innan 14 daga frá kaupum. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.
Endursendingar skulu gerðar í gegnum sendingaraðila Dropp
ATH Það er ekki hægt að skila Útsöluvörum og fá endurgreiðslu. Hins vegar geturðu skipt þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.
SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR
Kaupandi hefur 14 daga frá afhendingardegi til þess að skipta vöru í aðra vöru, eða hætta við kaup og er vara þá endurgreidd að fullu. Þetta gildir þó einungis ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:
-
Varan skal vera ónotuð.
-
Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
-
Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum og skulu þær vera í söluhæfu ástandi.
-
Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
-
14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
-
Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið skemmda vöru afhenta. Ef Sniðugar Gjafir sendir ranga vöru sjáum við um að koma réttri vöru til skila á okkar kostnað.
Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur Sniðugar Gjafir sér til að hafna vöruskilum.
VEGNA ENDURSENDINGA
14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
Endursendingar skulu gerðar í gegnum sendingaraðila Dropp
Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið info@snidugargjafir.is eða bara á Messenger (Facebook)
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu