Segulsteina-spilið Skemmtilega
Aldur 9 ára og eldri
Fjöldi 1-4 leikmenn
Spilatími 10-20 mín.
Segulspilið er stutt og fjörugt spil og auðvelt að læra.
Segulsteinum er skipt á milli leikmanna og skipst er á að setja einn stein inn á svæði sem er afmarkað með snúrunni. Sá leikmaður sem fyrstur er að losa sig við alla sína steina sigrar. En gættu að, þegar steinar smella saman, þá þarftu að taka þá aftur til þín.
Þetta er allt sem þú þarft að vita til að geta spilað
- ATH. Í spilinu eru mjög sterkir seglar og það þarf að gæta vel að því að börn gleypi þá ekki
- ATH. Haldið seglunum frá raftækjum og lækningatækjum á borð við gangráða




